Versla sér inn músík
þriðjudagur, nóvember 06, 2007
Keypti mér tónlist á netinu í dag, eitthvað sem ég geri sárasjaldan því ég veit hve hættulegt það er, þ.e. þegar ég byrja er eiginlega ekki aftur snúið.
Keypti mér tvær plötur í dag sem átti eiginlega að vera aðeins ein:
Alltaf verið forfallinn aðdándi Spilverksins.
Eða allar götur síðan ég komst í ipodinn hennar
Bjargar fyrir meira en tveim árum síðan. Þessi
er sú eina sem vantar í safnið, auk Nærlífi.
Sem flýgur vonandi inn um þráðlausa netkortið
á tölvunni minni von bráðar.
Hefði einhver sagt mér fyrir c.a. 5 árum að í
dag myndi ég kaupa þessa plötu myndi ég aldrei
nokkurntímann trúa því. Eflaust migið í mig úr
hlátri í þokkabót og hugsað með mér að í dag
yrði ég í annarlegu ástandi. En svo er ekki raunin.
Með því að hlusta mestmegnis á Rás1, gerast
sökker fyrir Hauki Morthens og eldast pínu er ósköp
lítið mál að enda með plötuna "Manstu gömlu daga"
inn á harða drifinu hjá sér.