Helgin
mánudagur, nóvember 05, 2007
Helgin var ansi hreint þétt. Kaffi og kökur í Torfufelli á laugardagsmorgun þar sem flestar frænkur mínar voru mættar að heilsa upp á Birnu Rún áður en hún færi út ásamt mömmu og pabba til Lundar.
Litum svo við í Kolaportið og svo heim og gerðum okkur klár fyrir kvöldið þar sem við strákarnir ætluðum út að borða og Sandra og Björg ætluðu eitthvað að dandalast niðrí bæ.
Vegamót varð fyrir valinu en þónokkurn tíma tók okkur til þess að fá borð, en loks þegar við fengum það og við pöntuðum okkur mat en svo bólaði ekkert á matnum okkar, við biðum í c.a. eina og hálfa klst. þar til hann kom. (vorum búnir að þrasa mikið við þjónustuliðið enda með "toppnag - ara" í liði með okkur).
Staðurinn fékk svo hæstu mögulegu einkunn eftir þessi leiðindi þar sem við fengum matinn frítt auk þess að dælt var í okkur hinum og þessum drykkjum eins og á færibandi.
En leiðinlegast þótti mér samt að týna símanum mínum, enda ekki mjög langt síðan ég keypti hann. En nýr og flottari sími er á leiðinni inn um lúguna hjá mér á næstu dögum.
En myndir eru væntanlegar þar sem mér tókst þó að halda í myndavélina mína eftir þetta viðburðaríka kvöld.