Allt að koma
miðvikudagur, nóvember 21, 2007
Fór í fyrra prófið í morgun kl 09 með bókina (smekkfulla af postit miðum), möppuna (sem einnig var vel indexuð) og kartonspjöldin (sem voru vægast sagt vel-þéttskrifuð) því prófið var "open book exam", eða eitthvað sem ég hef aldrei tekið áður á öllum mínum skólaferli.
Prófið gekk ekki alveg nógu vel, en það er eitthvað sem kemur í ljós seinna, enda var ég mjög svo ánægður eftir að hafa fengið skilaboð frá gamla góða Hlöðvershópnum þar sem þeir vildu endilega fá mig í hádegis mat.
Annars er komið að seinna prófinu sem er á föstudaginn. Fer fram á milli 14 - 17, hleyp þá beint úr prófinu yfir í vinnuna og verð þar nánast alla helgina.
Svo á Björg afmæli á sunnudaginn, þið sem hafið hugmynd af góðri afmælisgjöf handa henni megið vinsamlegast hafa samband.