Afmælistrúður
föstudagur, nóvember 02, 2007
Ég fann upp á ótrúlega sniðugum búning þegar við unnum í HinuHúsinu með fötluð ungmenni í sumar.
Uppskrift:
Hetturpeysa (helst að hún sé aðeins of stór, má einnig vera rennd), blöðru og tússpenna.
Maður smegir síðan blöðrunni í hettuna á peysunni, teiknar andlit á blörðuna, klæðir sig svo í peysuna og til verður mjög svo fyndin vera.
Í gær buðum við Björg nánustu fjölskyldu í kaffi og kökur hingað heim í Skipholtið, Jóhann Bjarkar, litli bróðir Bjargar var kominn heldur mikið stuð seinnipartinn og sló síðan svona rækilega í gegn eftir að við Björg komum honum í gallann víðfræga.
Greyið var orðið heldur leiður á að sjá ekki neitt en við hlógum okkur máttlaus á meðan.
Eftirfarandi myndband er hér af furðuverunni:
Svo gat ég nú ekki annað en farið með smá píanókonsert fyrir veislugesti enda pressan mikil, systurnar sýndu svo í hvað þeim bjó og jóhann losnaði varla undan blöðrunni.
Kakan var líka ansi góð !!