Í regnbogum
föstudagur, október 12, 2007
Verslaði mér plötuna In Rainbows með Radiohead í gær á 0 pund.
Er alveg að fara komast yfir samviskubitið með því að réttlæta það fyrir sjálfum mér að ég versla annað eintak fyrir c.a. 1000 kall ef ég fíla plötuna..
Sýnist verða að því eftir að ég er búinn að leyfa henni að renna í gegn þrisvar sinnum í dag.
Það er kominn ögn meira tempó í strákana og sumir vilja meina að þeir sé orðnir aftur eins og þeir voru hérna í denn, þ.e. eins og á plötunum The Bends, Ok Computer o.fl. en mér finnst þeir ennþá vera í Kid A og Amnesiac fílingnum sem er mér vel að skapi.