Redding
þriðjudagur, október 16, 2007
Þegar maður hefur ekkert að segja á bloggsíðunni sinni og er byrjaður að fá móral yfir því hve margir koma hingað og sjá sömu færslu og var hérna síðast og þarsíðast er alltaf gott að redda sér með því að blogga um tónlist, birta myndir eða video.
Svo í dag ætla ég að birta video.
Konfekt eru með þeim bestu þáttum sem gerðir hafa verið á Íslandi, var búið að áætla gerð amk 12 þátta eða svo en þeir urðu ekki nema 4 að ég held. Ekki ósvipuð saga og með þættina Limbó. Var búinn að gera dauðaleit að þessum þáttum einhverntímann en ekkert gekk en núna hefur einhver meistari sett slatta af sketsum á youtube. Mæli með viðtalinu við Dj Ívar, Hahahha, dans og síðast en ekki síst tónverkið Í Vægðarheimum.