Á morgun
þriðjudagur, október 02, 2007
..kemur mín heitt elskaða heim frá Kína.
Fékk sms frá henni um hádegið þar sem hún var á leiðinni um borð í vélina, tilbúin að takast á við 24 tíma ferðalag aftur á Klakann.
Annars er þetta búið að vera fínt þessar tvær vikur, búinn að fá nóg að borða, bæði hjá foreldrum og tengdaforeldrum, svo hef ég einnig getað sannað Darwinismann hjá sjálfum mér og eldað sitthvað, s.s. Pylsur og fleira.
Plataði elskulegu foreldra mína í lið með mér á sunnudaginn í að ganga frá lausum endum sem hafa setið á hakanum síðan við fluttum inn. M.a. var það að hengja upp loftljósið fyrir ofan eldhúsborðið og svo að ganga almennilega frá gardínunum.
Jæja, þá er bara að telja niður því ég er orðinn ansi hreint þreyttur á biðinni eftir minni..