Eníga meníga
fimmtudagur, október 18, 2007
Þar sem ég hef verið voða sparsamur undanfarið með því að halda í þá aura sem ég þénaði síðastliðið sumar, m.a. með því að hafa alltaf verslað í Bónus, reynt að neita félögum mínum þegar þeir bjóða mér með sér í hádegismat á dýrum skyndibitastöðum og þar fram eftir götunum (o.þ.f.e.g. ??) er ég mikið að velta því fyrir mér hvað ég ætti eiginlega að fara versla mér inn á næstunni.
Langar mjög mikið í þennan borðstand sem ég er að velta því fyrir mér að panta frá BNA, enda kominn með svo flotta skrifstofuaðstöðu, þó kannski ekki alveg eins flotta og þessa hér..
Svo ætla ég að versla þetta hulstur á morgun utan um ipodinn minn, alltaf verið með mikla fóbíu gagnvart hulstrum, aldrei fundið neitt við mitt hæfi o.þ.l. eyðilagt fjöldan allan af símum og ipodum (þó ekki nema 2) en þetta blessaða hulstur gjörsamlega bræðir mig.
Svo er það hin eina sanna tölva sem er nú er á siglingu yfir Atlantshafið frá Kína sem kemur mjög líklega í næstu viku eftir rúma 3 mánaða bið.
Heyrðu já, svo á ég afmæli eftir aðeins 12 daga.