Vandræði og vesen
þriðjudagur, september 25, 2007
Blogger með allt sitt hafurtask var á góðri leið með það að gera mig bandbrjálaðan í gær og í dag !
Þannig er mál með vexti að ég er með hann tengdan við heimasvæðið mitt út í skóla, en svo allt í einu gafst hann hreinlega upp.
Búinn að fara margsinnis yfir stillingarnar bæði mín megin og skólamegin, en ekkert gengur. Hefur verið að hrjá fleiri sýnist mér en enginn hefur lausn og tæknimenn Blogger svara engu. En svo virðist sem þetta hefur komist í lag hjá fólki eftir einhvern ákveðin tíma, en þar sem ég þarf auðvitað að láta fjölskyldu mína, hér sem og erlendis vita af gangi mála og flytja þeim fréttir af okkur unga parinu get ég ekki annað en opnað tímabundið hér á gamla svæðinu.