Útvarp allra landsmanna
þriðjudagur, september 25, 2007
Og þá er það komið í hús !
Útvarpið úr Hlaðhömrum 5 sem ég hef svo lengi þráð að eignast.
Síðan við Björg byrjuðum saman hef ég alltaf verið svo heillaður af sturtuútvarpinu heima hjá tengdaforeldrum mínum, þvílíkt tæki og þvílíkur lúxus að getað hlustað á 07 fréttirnar áður en maður tekst á við daginn í sturtunni, á meðan sparar maður bæði tíma og peninga.
Málið var að fjölskyldan var að fá sér enn betra útvarp í sturtuna, að ég held í stereo og með innfelldum sápuskammtara, sem þau keyptu í BNA fyrir skömmu.
Þá er það bara spegill á sogskál sem mér hefur ekki enn tekist að finna, og "voilla" ég flyt lögheimili mitt inn í Klefann !
