The Pianist
miðvikudagur, september 26, 2007
Ég var ekki lengi að "pikka upp" byrjun lags með Spilverkinu á nýja píanóið skömmu eftir að það flutti inn til okkar fyrir fáeinum vikum síðan.
En sumir fjölskyldumeðlimir voru samt ekki á sama máli og ég að þessi lagabútur væri rétt spilaður og var ég umsvifalaust sendur til píanókennara.
Svo ég er að fara í minn fyrsta píanótíma á föstudaginn kl 1430 til hennar Sólborgar, lesendum síðunnar er velkomið að leggjast við hlustir á hurð Listaháskólans.



