Fáviti forever !
þriðjudagur, september 11, 2007
Bauð félögum mínum í ógleymanlegan hitting á laugardagskvöldið, við Óli vorum mættir upp úr 14 eftir góða ferð úr Ríkinu og Bónus með fulla poka af mat og veigum, byrjuðum við að elda og gera klárt.
Mín ástkæra Björg var svo góð að sjá um eftirréttinn, þar sem hún var á annað borð að fá sópransystur sínar í kaffi á sunnudaginn, skellti hún í tvær súkkulaði - ostkökur, eina handa okkur og aðra handa systrunum.
Þegar leið á kvöldið, við búnir að borða yfir okkur af fylltum bringum og víni var komið að ostakökunni, og athugið, að hin ostakakan (sem var nákvæmlega eins og sú sem var í boði þegar hér er komið við sögu) er inni í ískáp.
Vegna mikillar seddu kláraðist kakan ekki alveg, þ.e. c.a. 1/6 var eftir af henni.
Þegar Björg staulast svo fram úr daginn eftir til þess að líta inn í ískáp vakna ég við óp og ýmis blótsyrði sem ég hélt að væru hreinlega ekki til í orðaforða ástkonu minnar.
Rannsóknin er á frumstigi og ég lýsi hér með eftir vitnum og vísifingri;