Endurminningaoverload
miðvikudagur, september 19, 2007
Fyrir hálfum mánuði héldum við strákarnir eitt stk góðan endurfund. En það sem hefur einkennt þessa skemmtilegu endurfundi er það að við höfum oftar en ekki sett af stað slideshow sem inniheldur slatta af gömlum og góðum myndum, en þar sem við eigum ekki alveg nógu mikið af myndum inn á lager hjá okkur ákváðum við Hannes að taka þetta skrefinu lengra og afla okkur fleiri mynda með öllum tiltækum ráðum.
Útkoman var 400 gamlar myndir sem m.a. komu úr albúmum hinna og þessa og einnig slatti úr Miðbergi.
Þessum blessuðu myndum ákvað ég svo að skella barasta á netið.
