Einn og yfirgefinn
þriðjudagur, september 18, 2007
Í nótt skutlaði ég Björgu á bílaplan MH þar sem hún hoppaði upp í rútu sem skutlaði Hamrahlíðakórnum til Keflavíkur þaðan sem þau héldu svo áleiðis til Kína.
Í kvöld ætla ég svo að skella mér í mat í T34 og hjálpa þeim hjónum við ýmislegt, s.s. að bera ofn ofl.
En í gærkvöldi var vinnufundur í vinnunni okkar, átti að vera rólegheitarfundur á Rossopomodoro. En þegar við mættum á staðinn beið okkar rúta sem fór með okkur í koktailboð til yfirmannsins og svo út að borða eftir á.
Rosastuð, en svolítið erfitt að vakna kl 05 í nótt.