Stundar(töflu)brjálæði
þriðjudagur, ágúst 21, 2007
Ansans stundataflan mín er einn stór árekstur. Aðalega vegna falls í einum áfanga á fyrstu önn svo núna er ég að deyja úr stressi og á leiðinni inn á fund deildastjóra til þess að láta laga þetta eins og skot.
Ekkert jafn meira pirrandi og þegar maður er komin í gírinn, tilbúinn að versla í Bóksölunni, fara læra og taka þetta með stæl að lenda í einhverju stappi og þurfa að bíða.
Hringdi svo í Apple IMC í morgun til þess að kanna hvar ég sé á biðlistanum eftir MacBook Pro, nr. 20 í röðinni og fæ hana ekki fyrr en um miðjan sept. !!
Get þó huggað mig við það að ég fer að festa kaupa á einni svona Samsonite seinna í dag.