Hér er allt að verða vitlaust !
fimmtudagur, ágúst 30, 2007
Þar sem við réðum okkur í 100% vinnu út ágúst höfum við þurft að mæta strax eftir skóla , síðan hann byrjaði (20.ágúst), til vinnu kl 16 á daginn og erum að vinna til 22 - 23 á kvöldin.
Ég hef verið að taka námsgögnin með mér þar sem það er s.s. hægt að læra meðan maður er á vakt. Eða svona hér um bil.
Svo maður er kominn með óttalegan móral yfir því hvað maður er að "nýta" nýju íbúðina lítið.
En allt tekur þetta enda á mánudagskvöld þar sem þessari blessuðu 100% vinnu er lokið.
Og svo auðvitað 1. sept...