Hljómleikar
föstudagur, ágúst 31, 2007
Hamrahlíðakórinn stóð fyrir tónleikum í Hátíðasal MH í gær, auðvitað skellti ég mér strax eftir vinnu til þess að styðja gott málefni.
Náði seinni helmingi Sprengjuhallarinnar og svo, sem betur fer, að sjá Hjaltalín í heild sinni.
Er enginn svona "Bravó eða Vúúhhúú - náungi" en ég held að ég hafi staðið sjálfan mig að því í tvígang í gær að hrópa á milli laga...
Mamma og pabbi komu líka, og fannst mömmu Hagalín og Stórsveitin standa helst upp úr.
Páll Óskar tók svo lokahnykkinn á þetta með stæl.