Myndveitan ég
mánudagur, júlí 30, 2007
Ansans myndasíðan mín hrundi eða öllu heldur hvarf, var reyndar hýst hjá gömlu fyrirtæki gamals bekkjabróður míns sem ég held að sé búið að leggja upp laupana.
En ég næ engu sambandi við kauða svo ég hugsa að ég færi mig barasta yfir í Picasa, kann agalega vel við það, "imba - proof", auðvelt að uploada mörgum myndum í einu (flottur stuðningur í iPhoto) og kemur frá sömu eigendum Blogger.
Gæti svo vel verið að ég reyni að koma upp svipuðu fyrirkomulagi og áður fyrr, en þá bara á mínu heimasvæði.