Flutningar
laugardagur, júlí 21, 2007
Það fer alveg að koma að því sem við höfum verið að bíða eftir seinustu 2 ár, að flytja !
Búin vera undirbúa pakkningar, sortera, þrífa og þ.h.
En einmitt meðan við vorum að tala um hvað það gæti orðið leiðinlegt að "búa í kassa" í viku eða tvær meðan við pökkum hringdi Guðbjörg frænka Bjargar og bað okkur um að passa húsið sitt ásamt kettinum á Grettisgötu næstu 2 vikur eða svo. Sem er klikkað.
Svo næstu tvær vikur verða eitthvað á þessa leið; vinna, pakka, setja í vél og sofa.