It's on !!
sunnudagur, júní 17, 2007
Og við fengum íbúð !
Fengum tölvupóst þess leiðis á miðvikudaginn var um að okkur stæði til boða tvær íbúðir sem við fengum úthlutaðar hjá BÍSN. Önnur er í Bólstaðahlíð, en hin í Skipholti. Eftir stuttan umhugsunarfrest varð Skipholtið fyrir valinu, tveggja herbergja íbúð á fjórðu hæð og ekki nema rúmlega 2 ára gömul.
Svo við erum í skýjunum þessa dagana og erum meir að segja byrjuð að sortera. Þ.e. hvað skal taka með o.s.f.v. Svolítið þægilegt að fara upp úr kjallaraholunni, 15 m frá Kringlumýrabraut upp á 4. hæð í Skipholtinu.
