mánudagur, maí 21, 2007
Vinnudagur # 1
Held að ég hafi aldrei byrjað fyrsta dag sumarvinnu á því að þurfa byrja á að skafa af bílnum áður en lagt er af stað. Einstaklega þungfært hér í Breiðholtinu, enda var fólk úr t.d. Vesturbænum eða Hlíðunum ekki að kannast við þetta þegar maður byrjaði að kvarta í morgun.
Annars var þessi fyrsti vinnudagur þó nokkuð fínn, fer rólega af stað en okkur gefst þess í stað góður tími í að kynnast. Svo er alveg guðdómlegt að vera búinn kl 1530 á daginn og vera í fríi um helgar, enda er stefnan tekin á að skella sér norður á Siglufjörð á föstudaginn.
Það er augljóst mál að innkoma mín í bloggið á nýjan leik er eftirtektarverð enda hafa þeir á Fasteignablaði Fréttablaðsins ákveðið barasta að skella villunni á Breiðagerði í Vatnsleysustrandarhreppi á forsíðu þess í dag. Ekki amalegt það !