Fáðu þér smók og sopa af...
miðvikudagur, maí 30, 2007
Það er orðinn heldur fastur liður hjá mér, amk í þessari viku að skella mér inn á kaffihús með tölvuna mína eftir vinnu og bíða eftir að Björg klári söngæfingu niður í Lhí, rétt eins og ég er að gera núna, og yfirleitt fæ ég mér sæti í reyklausa hornið og horfi á fólkið andspænis mér í reyknum.
En einhvernveginn geri ég mér enga grein fyrir því að á ekki á morgun heldur hinn eigum við eftir að verða vitni að gígatískum breytingum, það liggur við að ég skelli mér í bæinn um helgina eingöngu til þess að sjá hvort fólk standi eitthvað við þetta, eða virði þessi nýju lög.
SpeNandi !