miðvikudagur, október 25, 2006
Status Report
Þessa dagana get ég ekki hætt að hugsa um hvað mig langar að upplifa menntaskólaárin aftur. Fæ alveg fiðringin þegar ég geng fram hjá öllum krökkunum sem eru á leiðinni í tíma í MH, áhyggjuleysið skín hreinlega úr andlitum þeirra.
Úff, þessi ár..
þegar maður ákvað það kvöldið áður í hverju maður ætti að fara í skólann daginn eftir
drakk kaffi upp á lúkkið að gera
kom heim úr skólanum og gerði ekki neitt nema að slæpast með vinum sínum og hlakkaði jafn mikið til bjórkvöldsins eins og jólanna
þegar maður heyrði út undan sér að það yrði próf á daginn eftir sem gilti 20% af lokaeinkunn og sat í svitakófi að frumlesa allt sem átti að verða fyrir lokapróf viku seinna
þegar allir félagarnir í skólanum blogguðu og öll stemmningin á bak við það
öll afmælin sem við héldum í matsalnum
o.s.f.v.
Efnisorð: Skólinn