sunnudagur, október 29, 2006
Skakkt bit
Hvað er málið með að ég fæ alltaf skakkt bit ?
Fórum í matarboð í gær og eftir smá stund var ég byrjaður að svitna yfir lærinu því svo mikill var verkurinn við að tyggja matinn (sem var b.t.w. ekkert smá góður, Björg og Þrúða eiga að vera löngu búnar að opna veitingastað).
Finnst eins og mér vanti bara eitt gott kjaftshögg beint á kjammann, myndi ábyggilega rétta við skekkjuna.
E.t.v. ég taki smá göngutúr um lesaðstöðuna og fari að snapa fæting við samnemendur mína..