þriðjudagur, október 03, 2006
Prófavertíð
Þá er hún hafin, þó aðeins miðannaprófin. Svona til þess að sjá hvar maður stendur. Hafa gengið svona la la. 2 búin af 4 en seinni tvö eiga vonandi eftir að ganga betur.
Annars sýnist mér ég þurfa að loka mig af næsta mánuðinn eða svo, strjála stærðfræðin að gera mér lífið leitt og þó undarlega megi virðast er forritunin eitthvað að gera mér lífið leitt þessa dagana.
Svo hefur músíkin gjersamlega bjargað mér þessa vertíðina (eins og svo margar aðrar), miklu verið importað og mikið á hlustað.
Er kominn með t.a.m. allt Cardigans safnið, kann mjög vel við nýjustu plötuna, nýjasta nýtt frá TV on the radio hefur einnig bæst við safnið, ekki alveg verið nógu duglegur að spila hana. Some Cities með Doves, alltaf langað í hana, enda búinn að renna alltof oft í gegn. Athelete, sem er eitthvað Indieband, óttalega flatt eitthvað, fílaðaiggi. En það sem hefur fengið hvað mesta spilun og á eftir að láta byrja rjúka úr tölvunni minni vegna ofspilunar er The Whitest Boy Alive, sem er eitthvað hliðarverkefni Erlend Øye, annars helmings Kings of Convenience.