föstudagur, september 22, 2006
Ljúffengt
Hversu ljúft er það að það er kominn föstudagur, maður er við það að klára heimadæmi sem sett eru fyrir mánudaginn og heima er kærasta manns önnum kafin við að útbúa læri í ofninn í kvöld.
Og hversu yndislegt er það að Apple vill innkalla batteríið úr öllum Powerbook G4 vélum sem keyptar hafa verið frá 2003 þar sem rafhlaðan í vélinni minni er byrjuð að vera allléleg ?