laugardagur, september 02, 2006
Bamba leeoo, Bamba leeoo,
Þræddi nokkra staði borgarinnar í gærkvöldi ásamt vinum mínum tveim, Óla og Pétri. Þeir eru nefnilega meistarar í að fara á slappa staði.
En á meðan ég var inni á einum þeirra að skima yfir dansgólfið og fylgjast með strákunum í trylltum dansi við Gipsy King remix, áttaði ég mig á því; þetta remix er ekkert smá fyndið. Held að það sé ekki til nokkur maður í heiminum sem á þetta remix nema að hann/hún sé DJ. Og ég meina, var þetta remix gefið út á disk eða smáskífu ? Voru það þá Gipsy King sjálfur/ir sem gáfu hana út ? Kom það út á NOWplötu, hvaða NOWplötu ?
Elska það að fá svona hálfgerða uppljómun, m.ö.o. hef heyrt þetta remix oftar en 20 - 30 sinnum á ævinni en hef aldrei almennilega pælt í því hvað þá hvað það er ekkert smá hallærislegt.