fimmtudagur, september 21, 2006
Aaarrghh
Ég þoli það ekki þegar ég heyri gott lag í sjónvarpinu, útvarpinu eða bara hvaða miðli sem er og hugsa með mér, "ahh, þetta lag, á ég það ekki á ipodnum mínum ?" Næ svo í poddarann til þess að hlusta á þetta tiltekna góða lag en nei, þá hef ég einhverntímann í asnaskap eytt laginu úr honum.
Þetta gerðist einmitt í gær, ég var að horfa á þátt, reyndar arfaslakan þátt á Skjá Einum, og heyri þá lagið "Wouldn't It Be Nice" með Beach Boys.
Vaknaði í morgun, fékk mér ristað brauð, tók poddarann úr dokkinu, smellti heddfóninum yfir eyrun og hélt af stað út í skóla.
Pet Sounds horfin úr safninu, svo ég ákvað að taka lotterí og setja á shuffle, "Over Our Heads" með Zero 7 byrjar að spilast (Það lag sem ég hef hve oftast spilað samkv. Itunes) og 20 sec. seinna er ég orðinn straumlaus, á miðjum ljósum Kringlumýrabrautar þar sem ætti í raun að vera skylda að vera með heddfón, ef ekki eyrnatappa.