fimmtudagur, ágúst 31, 2006
börnin
Margt að gerast þessa dagana, tölvunarfræðin er erfið en drulluskemmtileg, var m.a. að búa til forrit sem reiknar út kostnað bílferðar í dag.
svo að C++ er mikill vinur minn þessa dagana !
Annars var afmæli í dag hjá mági mínum, amk verðandi mági mínum.
Auk þess á ég fallega frænku sem á reyndar ekki afmæli í dag, heldur er soddan vesen á henni, tók nefnilega upp á því, ásamt pabba sínum og systur að fá flensu þegar styttist í mikilvæga athöfn hjá fjölskyldunni !