fimmtudagur, ágúst 31, 2006
börnin
Margt að gerast þessa dagana, tölvunarfræðin er erfið en drulluskemmtileg, var m.a. að búa til forrit sem reiknar út kostnað bílferðar í dag.
svo að C++ er mikill vinur minn þessa dagana !
Annars var afmæli í dag hjá mági mínum, amk verðandi mági mínum.
Auk þess á ég fallega frænku sem á reyndar ekki afmæli í dag, heldur er soddan vesen á henni, tók nefnilega upp á því, ásamt pabba sínum og systur að fá flensu þegar styttist í mikilvæga athöfn hjá fjölskyldunni !
mánudagur, ágúst 28, 2006
Eis Eis baby !
Myndirnar frá Berlín eru sko komnar á vefinn !
Á að vera að vinna að heljarinnar verkefni en pressan er bara of mikil, msn ið hjá mér stoppar ekki og síminn minn lætur varla undan.
miðvikudagur, ágúst 23, 2006
Hér á campus
Nú er varla hægt að læra hérna í gömlu prentsmiðju Moggahússins, þar sem stendur skýrum stöfum á flest öllum veggjum "Þögn, lestrarsalur." Niðri er komið billiard og borðtennisborð ásamt fleiri sniðugum tækjum. En frá kjallaranum heyrðust stunur og óp frá þessum hér í c.a. 2 klst rétt eftir hádegi.
Myndir frá Berlínar - og Póllandsför eru rétt óútkomnar í albúmið
fimmtudagur, ágúst 10, 2006
Pólland
Komum í pólland um 18 leitid, bjór og vodki versladur í tonnavís ! Keila í kvöld í Berlín
miðvikudagur, ágúst 09, 2006
Du forstor?
Erum stödd á thessum líka fína bjórgardi, búid ad vera virkilega fínt vedur (hitabylgjan nyafstadin) og vid erum búin ad vera versla helling ásamt thví ad drekka bjór, nóg af second hand ! Skodudum Brandenburger Tor, Potsdamer Platz og skruppum í Kreuzberg í dag ! Pólland am morgens, vodki og súrar gúrkur sem ég kem med thadan !
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
Gerast áskrifandi
Eftir mikla leit fann ég loksins stillinguna á Blogger hvað varðar RSS.
Svo ég mæli með að þú gerist áskrifandi að síðunni minni og skráir þig í RSS hjá mér
Já, ég vil skrá mig í áskrift
Nei, ég vil ekki koma í áskrift
miðvikudagur, ágúst 02, 2006
sagðiru 3 ár ??
Í tilefni þess að það eru liðin rétt rúmlega 3 ár síðan við strákarnir skelltum okkur í heldur betur skrautlega ferð til Portúgal hef ég ákveðið að skanna inn myndir sem legið hafa niðri í kjallara alltof lengi og fengið að rykfalla í öll þessi ár.