mánudagur, júlí 31, 2006
Á Klambratúni
Skelltum okkur við Gummi á Klambratún í gærkvöld. Virkilega skemmtilegir tónleikar. Þónokkuð mikil unglingadrykkja og þess háttar 17.júní stemmning. En þar sem þetta voru nú fríir útitónleikar var það nú ekki að trufla mann það sérstaklega mikið þó svo að bakpoki unglingsstelpu sem leiddi vinkonu sína slóst utan í mann. Eða lætin í Óla og félögum, rabbandi um "höstl" helgarinnar ofan í hljóða part Heysátunnar.
Fantafínir tónleikar í alla staði.
Sammála Gumma, það ætti að vera tónleikar hvern sunnudag á Miklatúni á sumrin.