sunnudagur, júní 04, 2006
R.I.P.\\\
iBin hefur sungið sitt seinasta. Eins og hvað hann var búinn að standa sig vel. Gleymdist oftar en ekki út í bíl í vetur og kúrði heilu næturnar í mælaborðsstandnum sínum í 10 - 15 siga frosti. Skall á flísagólfið inni í klefa þegar við strákarnir ætluðum að hlusta á hann í gufunni í Laugalandi í fyrrasumar. Fékk stundum væga kinnhesti þegar hann byrjaði að hiksta.
Held að ég sé ekki alveg nógu tilbúinn til þess að verða pabbi strax.