fimmtudagur, júní 08, 2006
planlægge\\\
Það er komið að því ! Við höldum austur til Laugalands kl 0830 í fyrramálið. Spennan er byrjuð að gera talsvert vart við sig. Við eigum þó alveg eftir að pakka og gera klárt, þó liggur svo ekkert mikið á því eins og er. Á morgun sem og föstudag verðum við einungis í því að standsetja pleisið.
Þið þurfið þó ekki að hafa áhyggjur, því ég ætla mér að vera skrambi duglegur við að pósta póstum og myndum á veraldavefinn í þessar sex vikur.