föstudagur, maí 26, 2006
7 dagar\\\
Núna er rúm vika í að ég segi upp starfi mínu lausu hjá Símanum, hugsa að ég bjóði liðinu upp á íspinna eins og ég gerði á leikskólanum fyrir þónokkrum árum síðan.
Þá tekur við frí til 8.jún þar sem við gerum Sumarbúðirnar í Laugalandi tilbúnar.
Annars er ég óttalega þreyttur, missti af fundi, við skötuhjúin vorum á efri hæðinni að hnoða bollur fram eftir nóttu. En áður höfðum við verið að þrífa Hlaðhamrana hátt og lágt. Stúdentsveisla á laugardaginn !
Við Gunnar keyptum svo töff gjöf handa Björginni okkar í gær !