mánudagur, mars 27, 2006
mústash\\\
Það er einfaldlega ekki hægt að mæta svona nýrakaður í vinnuna á mánudegi. Kann svo agalega illa við mig svona "unglegan" eins og einn kolleigi minn sagði við mig í morgun.
Helgin tók á, en var um leið alveg frábær. Strunsaði úr vinnunni eftir 15 hringingar frá minni heitt elskuðu (var orðinn heldur pirruð á þessum silagangi mínum) og heim í Stigahlíðina, beint í sturtu, skyrtan straujuð og brunað í Golfskálann í Grafarholti í afmæli tengdaömmu. Þrusuflott veisla og ég tala nú ekki um söngkonuna sem steig á stokk með ömmu sinni.
Restin af helginni var svo "hang out" með unglingunum okkar.
P.s. Örfáar vikur í páska