föstudagur, ágúst 13, 2004
lag fundið !\\\
Loksins get ég byrjað að posta aftur, fann þetta blessaða lag eftir mikla leit (þ.e. lagið sem ég óskaði eftir í færslunni hér að neðan). Um er að ræða lagið Too Young með hljómsveitinni Phoenix, dúndur gott lag. Hlakka oft til þess að koma heim úr vinnunni eingöngu til þess að getað skellt því undir fóninn og hækkað í botn.
Kjallarinn er breyttur, reif niður gamla skápa og þvíumlíkt drasl. Núna hef ég rúmlega 15 fermetra til uppfyllingar. Synd að útsalan í IKEA sé búin.
Í kvöld er ætlunin að sletta eilítið úr klaufunum, er samt hálfsmeykur við vegna dagsetningarinnar, fös. 13.
Undanfarnar helgar höfum við feðgarnir laggt í svokallaða "spark í dekk túra." Er harðákveðinn að festa kaup á drossíu í byrjun haustsins. Þónokkrir eru í sigtinu en ég á eftir að skoða þetta nánar eftir að sumarvinnan tekur enda.
Síðasti dagurinn er á þriðjudaginn í næstu viku, get einfaldlega ekki beðið eftir að segja þetta gott og byrja í skólanum. Vakna kl. 8 - 9 á morgnana, koma heim 3 - 4 á daginn og getað laggt sig.
ÓliJ skellti sér út í dag, er eflaust lentur núna helvískur. Gaman þegar hann kemur heim, verð þá nokkrum pólobolum og kannski úri ríkari. Dísa Vals skrapp einnig út í vikunni, Costa Del Sol er víst staðurinn, vonandi maður fái eitt póstkort eða svo.
P.S. Takk kærlega fyrir póstkortið Guðni minn ef þú sérð þetta, afar heillandi. Spurning hvort ég skanni það ekki inn við tækifæri.