laugardagur, ágúst 21, 2004
gaybar ! gaybar !\\\
Að ganga inn á hommabar er heldur skrítið, að ganga inn á hommabar sem frændi manns stundar allar helgar og þið eruð heldur líkir er mjög skrítið.
Lenti í þessum aðstæðum í gærnótt er við súsanna litum við á Jóni Forseta eftir að við týndum GunnaOl, frekar óþægilegt að vera kallaður Valli af öllum á staðnum og vera knúsaður og kysstur af öllum hommunum.
Annars var kvöldið gott í heildina litið, vonandi að kvöldið í kvöld verði magnað, heyrði reyndar útundan mér að endurfundir Gullnasafélagsins séu að verða að veruleika svo það er um að gera að brýna nasirnar.