miðvikudagur, júlí 07, 2004
Útlönd\\\
Verð að komast einhvert út í sumar, búið að vera ósköp slappt hingað til þetta "frí mitt". Hef aldrei kunnað neitt svakalega vel við sumarið, hefur alltaf einkennst af mikilli vinnu og fyllerí hverja helgi sem er heldur einhæft og leiðinlegt. Þessvegna fer ég alltaf að kunna meta það á sumrin að vera ennþá í skóla.
Ætli að fókusa á aðra helgina í ágúst, gæti vel hugsað mér eitthvað helgarhopp.
Eitthvað í vetur gæti líka vel komið til greina, Jól í London hljómar vel.