mánudagur, júlí 12, 2004
Pistasíur\\\
Langt síðan ég hef skemmt mér svona vel og seinustu helgi, fór beinustu leið til GummaPáls eftir vinnu á föstudaginn í grillveislu, borðuðum allir úti, drukkum bjór með og röbbuðum um heima og geima, meiruháttar gourmet !
Var kominn heim snemma enda útkeyrður eftir 13 tíma vakt.
Laugardagurinn var svo tekinn með trompi, skellti mér yfir til Adda í fyrirparty, fórum þaðan á GusGus á NASA. Fékk frítt inn á tónleikana og framfyrir röðina ásamt eiganda staðarins að mér skildist.
Gussarinn klikkaði ekki eins og vanalega, dansaði eins og meiníakk ásamt Helgu systur, Árna og Agli. Fékk svo hringingu frá GunnaOl þar sem hann tjáði mér það að Óli hafi orðið fyrir feiknar miklu höggi fyrir utan þann rómaða stað Felix, ég hitti Gunna og Guðna einhverstaðar á Laugaveginum og fæ söguna af slagsmálunum sem ég er ennþá að hlægja að í dag.
Því næst tók ég millilendingu á Prikinu og hitti Hannes og BjörnBraga, mikið húllumhæ þar að mig minnir, annars er ég kominn í svolitla móðu þegar þarna er komið við sögu.
Einhvert fer ég í millitíðinni en enda svo á Sirkús með Guðna og GunnaOl. Gerðum allt vitlaust á dansgólfinu eins og vanalega, að mér kemur svo þessi svakalega gella og dansar við mig í klst eða svo, ég fæ mér því næst sæti með henni og ætla að rabba eilítið við hana, það heppnast ekki betur en svo að Friðrik Þór Friðriksson hlammar sér við hliðina á okkur í mjög svo annarlegu ástandi og byrjar að tjá sig um hvernig hafi verið á kvikmyndahátíðinni í Tékklandi, á meðan ég reyni að sleppa frá honum gefst stelpan upp og gengur í burtu. Sá hana ekker meir. Svo ef einhver hefur ábendingar um stelpu í blúndukjól og gulllituðum adidasskóm má sá og hinn sami hafa samband við mig.
Endaði svo helgina með afmælisveislu hjá Guðna á stúdentagörðunum, naggurinn heldur út á fimmtud. og verður á flakki um AusturEvrópu í 5 vikur, ekkert eðlilegt hvað ég öfunda manninn.