sunnudagur, júlí 25, 2004
aftur\\\
Útlandaplön sem áttu að verða að veruleika þetta sumar hafa verið þurrkaðar út, ætlunin er að fá sér bíl í byrjun september. Svo núna fer hver helgi sem eftir lifir sumars í bílabrask og þessháttar vesen.
Er í fríi þessa helgi og hef ekki fengið mér einn einasta sopa fyrir utan ginblönduna sem ég fékk mér fyrir svefninn í gærkvöldi. Annars tók BláaLónshópurinn sig saman í gær og skellti sér í það bláa, er ekki frá því að ég hef fengið lit við þessa útiveru.
En aftur að útlandaför, er staðráðin að skella mér einhvert út um jólin.
Er einn heima svo ég grillaði mér tvo hnausþykka hamborgara í morgunmat.
Ég er ekki frá því að ég finni fyrir byrjendaörðuleikum, svo langur tími sem liðið hefur frá seinustu færslu..