þriðjudagur, júní 29, 2004
Djöfull\\\
Hata það þegar ég er í heimsókn einhverstaðar, gestgjafinn býður uppá lakkrískonfekt, maður hugsar með sér "mmhh, íslenskt lakkrískonfekt" en svo er þetta breskt lakkrískonfekt (kemur í pokum þar sem svona lakkrískonfektakall er að marsera). Og hvað er málið með lakkrísinn eða draslið sem er í þessu, bleika skífan eða pökkurinn sem myndaður er úr milljón bleikum kornum, aldrei komist að því hvað það er.
Fæ ekkert frí um helgina, verð fastur í bænum en get þó huggað mig við það að ég verð einn heima, verð í hálfgerðu fríi á morgun og fæ þriggja daga helgi þar næstu, hallelúja fyrir því.