miðvikudagur, júní 30, 2004
ATM\\\
Afhverju er ekki allt til líka í DriveThrough ?
Hraðbanki, Matvara, Tískufatnaður...o.s.f.v.
þriðjudagur, júní 29, 2004
Djöfull\\\
Hata það þegar ég er í heimsókn einhverstaðar, gestgjafinn býður uppá lakkrískonfekt, maður hugsar með sér "mmhh, íslenskt lakkrískonfekt" en svo er þetta breskt lakkrískonfekt (kemur í pokum þar sem svona lakkrískonfektakall er að marsera). Og hvað er málið með lakkrísinn eða draslið sem er í þessu, bleika skífan eða pökkurinn sem myndaður er úr milljón bleikum kornum, aldrei komist að því hvað það er.
Fæ ekkert frí um helgina, verð fastur í bænum en get þó huggað mig við það að ég verð einn heima, verð í hálfgerðu fríi á morgun og fæ þriggja daga helgi þar næstu, hallelúja fyrir því.
mánudagur, júní 28, 2004
búinn að vera\\\
Er algerlega bensínlaus þessa dagana, var að taka það saman í dag að ég er búinn að vinna í c.a. 5 vikur stanslaust og það 12tíma í senn. Lítur allt út fyrir það að ég verði að vinna þessa helgi. Verð að komast úr bænum og gera eitthvað sniðugt, fæ hjartaáfall eða heilablóðfall með þessu áframahaldi.
Annars er það bara venjulega rútínan: sofa, borða, vinna.
PayDay á fimmtudag, vonandi stór ávísun þá.
mánudagur, júní 21, 2004
Jei\\\
Er á góðri leið með að laga videotölvuna svo eftir smá tíma verð ég 100gb ríkari.
sunnudagur, júní 20, 2004
legg við hlustir\\\
Í spilaranum
Í bílnum
Fyrir svefninn
Í vinnunni
laugardagur, júní 19, 2004
Helga\\\
Helga systir var að útskrifast úr Kynjafræði frá HÍ um daginn, ætlar að halda veislu í dag. Verð að vinna þessa helgi en ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að mæta ansk.. hafi það !
Allavegana, til hamingju Helga !
þriðjudagur, júní 15, 2004
Johnny Weekend\\\
Frí í dag sem þýðir afslöppun og kæruleysi, ætla að byrja daginn með klippingu, fara þaðan í bæinn og reyna að eyða þessum blessaða pening sem hefur safnast saman á reikningnum mínum undanfarið.
Fór á Troy í gær, fínasta mynd en það var eitthvað sem var að bögga mig, hvort það var myndatakan, klippingin er ég ekki viss um.
sunnudagur, júní 13, 2004
gærkvöld\\\
Í gær hringdi ég í adda og bað hann um að smella powersupplytenginu í samband við vélina því ég og Gunni værum á leiðinni yfir til hans með bjór og litla DVspólu sem innihélt selfossferðina óklippta.
Lágum svo öll í kasti fram eftir kvöldi, við strákarnir, mamma Adda og báðar systur hans, horfandi á okkur Arnar gefa svokallaðan statusreport og étandi klósettpappír á klósetti HótelSelfoss.
Okkur var svo boðið í party í húsið við hliðina, engin önnur en Ásta sem bauð en hún á einmitt stað hér í linkabunka síðunnar. Skelltum okkur svo í bæinn en þar hitti ég Selmu sem búin er að vera á flakki durch Europa í hálft ár eða svo, þessi blessaði flæmingi klikkar aldrei þegar skemmtun er annars vegar.
Við Gunni hittum svo Hannes á gatnamótum Laugavegar og Lækjagötu um 05leitið eftir að hafað gert dauðaleit að leigubíl. Alltaf gaman að hitta nagginn, eins og vanalega bailaði hann á okkur, sagðist þurfa að hlaupa og hitta verslóvini en mig grunar að hann hafi átt von á fríu fari í Austurstræti. Seinast hljóp hann úr leigubílnum á ljósunum á milli Seljahverfisins og Bakkanna án þess að borga.
Fæ mitt fyrsta frí á þriðjudag ef Guð leyfir, þarf að ganga frá fáeinum stöðumælasektum, einni sem ég er búinn að bíða svo lengi með að borga að eftir mánuð eða svo á að bjóða bíl ömmu minnar upp á Vöku.
fimmtudagur, júní 10, 2004
heimspkilegt\\\
Ef ég sé svartan kött eða geng undir stiga og fyllist ótta um að eitthvað komi fyrir mig á næstu klukkustundum eða svo, er óttinn og paranojan sem fylgir því þá ekki sjálf ógæfan ?
miðvikudagur, júní 09, 2004
árni ?\\\
Sé ekki betur en að Árni sé mættur enn eina ferðina, guð sé lof !
..og hvað voru mörg C í því ?
þriðjudagur, júní 08, 2004
hmm...\\\
Búinn að ná mér í alla þá seinfeldþætti sem ég hef komist yfir. Hvað næst ?
Úff hvað Shield var góður í kvöld, dýrka þessa þætti.
Farinn að hlakka svolítið til skólans, hef grun um að næst önn verði helvíti góð. Ætla svo sannarlega að taka á því og klára þessa vitleysu fyrir fullt og allt. Sá hvað þetta var auðvelt seinustu önn ætti þá að getað tekið þá næstu með stæl og hana nú.
Er farið að langa svo í útilegu, held að það sé næsta mál á dagskrá.
sunnudagur, júní 06, 2004
geðveiki\\\
Búinn að vinna eins og brjálæðingur seinustu daga. 12 - 13 tíma pr. dag.
Held að ég sé alvarlega að fara fara yfir um núna, rútínan búinn að vera c.a. svona:
Vakna kl. 08 og fer í vinnuna, kem heim kl. 21 fæ mér í svanginn, baða mig og fer uppí kl. 00.
Kom svo heim rétt í þessu, nýbúinn í baði og skellti Time after time með Cyndi Lauper á fóninn.
fimmtudagur, júní 03, 2004
\\\
Hef frá engu að segja þessa dagana.
Nóg að hlutum að gerast í þessar blessuðu vinnu minni sem ég nenni ekki að henda inn hér.
Næsta frí á mánudag.