fimmtudagur, maí 20, 2004
vinna, vinna, villtu minna ?\\\
Vaknaði úr þessu svakalega roti í morgun, held að ég hafi ekki sofið eins fast í langan tíma, sannkallað kóma. Mætti klst. of seint en náði að redda mér úr leiðindum með því að segja að ég hafi fengið vitlausar upplýsingar um mætingu í dag. Kom svo heim áðan allur lurkum laminn, er algerlega máttlaus og er við það að rotast aftur.
Náði svo ekki að redda mér fríi á morgun sem þýðir að ég næ ekki að líta við í útskriftaveisluna hjá GummaPáls á morgun, geri bara gott úr því og mæti eldhress í cocktailveisluna sem hann ætlar að halda um kvöldið.
Farinn að kvíða sumarrútínunni: vinna, borða, sofa, vinna, sofa, borða o.s.f.v.