mánudagur, maí 03, 2004
Læra, Lára, Læra\\\
Held að ég sé orðinn séni í íslenskum bókmenntum. Er við það að lesa yfir mig þessa dagana.
Var í hópi þeirra 500 nemenda sem þreyttu samræmt stúdentspróf í morgun, má segja að þetta hafi verið eitt það leiðinlegasta próf sem ég hef tekið. Málið er að maður getur tæknilega séð ekki fallið því lægsta einkunnin er 4,0. Svo að ef ég hefði skilað inn auðu hefði ég samt fengið 4,0 sem er já, heldur fáranlegt.
Íslenska á morgun, þá aðeins tvö próf til stefnu, vinna næstu helgi og helgina þar á eftir bölhyggja og bóhemismi í sumarbústað GunnaOl, takk fyrir það !