laugardagur, maí 01, 2004
líkt og, eins og, sem\\\
Er búinn að vera stúdera íslenskar bókmenntir seinustu 3 daga og hef svona ágætlega gaman að.
Í dag var Súsanna vinkona búin að brjóta sér leið í gegnum varnarvegg blogger.com, inn á minn account og posta færslu sem var eitthvað á þá leið að ég væri kominn úr skápnum, gaman gaman og sniðugur brandari þar á ferð. Nema hvað, að þegar ég sé þessa færslu í morgun sá ég ekki betur en að einhver hafði gefið komment á færsluna og það ekkert smá komment. Maðurinn vildi láta kalla sig "The gay which think you're cute" og skrifaði eftirfarandi: "oo.. ég skil þig svooo vel! ég skal hringja í þig í kvöld." Svo núna bíð ég eftir að einhver einmanna sál hringi, skræki í eyrað á mér "neeeeii hææ esskan" og bjóðist til þess að kíkja yfir í kaffi.
Held að þú getir byrjað að fara með bænir súsanna mín því þú átt ekki mikið eftir ólifað.