þriðjudagur, maí 25, 2004
aðgerðaleysi\\\
Tveggja daga frí afstaðið, fer í vinnuna í fyrramálið, guði sé lof.
Mannskemmandi þegar innivera verður of mikil.
Er að spá í að kaupa mér Freestylehjól þegar ég fæ útborgað næstu mánaðamót því einhvernveginn verð ég að komast í vinnuna auk þess hefur mig alltaf langað að fá mér eitt stykki síðan ég braut gamla hjólið mitt 96'.
Búinn að vera í hjólabrettafíling í dag, náði mér í ZEROmyndbandið Misled Youth og rifjaði upp hjólabrettaárið/in mitt/mín, þegar ég vaknaði kl 14, skellti mér út ásamt strákunum og skeitaði langt fram a kvöld. Þegar mér var hent útúr Albertsons á Florida, þegar við lokuðumst inni í bílageymslu Seðlabankans og þegar ég fékk skurðinn á olnbogann eftir að hafa reynt að taka kickflipp yfir heljarinnar ræsi á bílastæðinu fyrir utan hótelið okkar á Florida.