laugardagur, apríl 24, 2004
utanvellta\\\
Búinn að vera verulega utanvið mig seinustu vikur.
Skellti mér á Select um daginn, keypti mér pylsu og kók, ætlaði svo að halda áleiðis upp í vinnu til pabba að klára þessa blessuðu ritgerð mína. Þegar ég er búinn að skella öllu álegginu á pylsuna geng ég útí bíl, sest inn, set í gang og byrja að bakka af stað. Á meðan ég bakka sé ég að fólk sem var að ganga út úr bíl einum þarna á bílastæðinu hoftir einkennilega á mig og bílinn. Ég keyri svo af stað, lít aftur, sé að það er allt byrjað að hægja, örfáum sekúntum seinna heyri ég BÚMM, líkt og snjóbollti hafi hafnað á þakinu hjá mér, ég lít í baksýnisspegilinn, sé þá að kók rennur niður alla afturrúðuna og átta mig á því að ég hef ekkert að drekka með ansans pylsunni.
Þegar ég keyri eftir Miklubrautinni sé ég ekki betur en að einhver maður í leðurgalla er byrjaður að ganga út á miðja götu, veifandi höndunum upp í loftið. Sé svo að bílarnir á undan mér snarhægja ferðina en ég held áfram á frekar miklum hraða, en þegar ég lít betur á karlinn í leðurgallanum sé ég ekki betur en að þetta er mótorhjólalögga. Keyri fram hjá henni á frekar háum hraða.
Rétt í þessu ákvað ég að fá/stela mér einum bjór af mömmu og pabba. Sest niður í uppáhaldssófan, halla mér aftur og horfi á sjónvapið. Er ekki frá því a ég sé byrjaður að finna á mér og hlakka til að standa upp og fá "headrushið." Þegar ég hendi svo dósunum í dósadallinn eftir að hafa ráfað úr stofunni inní vaskahús er mér litið á þessa stóru stafi: "vol 2,25". Svo já, ég varð fyrir placeboáhrifum !