miðvikudagur, apríl 14, 2004
músíkmaskína\\\
Búinn að vera þónokkuð duglegur seinustu sólarhringa að ná mér í plötur eftir hina og þessa jazzmeistara.
Var orðinn þreyttur á að ná mér í þetta hefðbundna dót, ákvað að gerast soldið róttækur og leita eftir einhverju sem ég hef aldrei pælt í áður.
Einnig er þessi músík hið besta svefnlyf en þó mjög varasöm því þetta er meira ávanabindandi en... en.. ég veit eki hvað.
Annars kemur nýji NERD á innan skamms gegnum Breiðbandkapalinn minn góða.