sunnudagur, apríl 11, 2004
misheppnulegheit\\\
Fékk óvænta heimsókn í kjallarann minn í gærkvöldi, Óli, Abby og Þórdís birtust svona allt í einu meðan ég var með Hannes á hinni línunni.
Gat ekki annað en efnt til veislu í kjallaranum eins og mér einum er lagið.
Veislan varð síðan heldur einhæf þrátt fyrir að Árni leit við í nokkrar mín. og fólki byrjað að langa að sletta rækilega úr klaufunum.
Ég fékk síðar boð um að "party" væri í bökkunum, svonefndum Grjónabæ.
Þegar við komum við hjá Þórdísi á Select eru þessi svakalegu hópslagsmál í uppsiglingu, alveg ótrúlegt hvað þeir eru alltaf vanafastir þessir slagsmálahundar. Afhverju ekki að skipuleggja hópslagsmál einhverstaðar þar sem löggan getur ekki haft afskipti af þeim eins og upp á Vatnsenda ? Þeir vita alveg að slagsmálin verða stöðvuð tiltölulega snemma ef þeir fara að slást á svona fjölförnum stað. Ef ég væri nú bara slagsmálahundur...
Annars var þetta kvöld ekkert annað en sóun á pjening og áfengi, ætla að reyna bæta mér þetta upp í kvöld með Gin&Toniksamkvæmi ásamt Adda og Agli.