fimmtudagur, apríl 22, 2004
Fríríki Torfufell
Foreldrarnir, Helga systir og Birna Rún skruppu norður núna síðdegis.
Í rauninni ætti ég að vera byrjaður að hoppa hæð mína í lofti, opna bjór og panta mér feita pítsu en nei, þar sem ég þarf að skila ítarlegri ritgerð í sögu á föstud. verður það að bíða.
"Ok ok, ekkert mál.. hann binni skemmtir sé bara um helgina" en nei aftur, ég verð að vinna þessa helgi. og það 12 tíma pr. dag.